Viðbrögð við svari Björns Bjarnasonar vegna þriðja orkupakkans

Björn Bjarnason bregst á vefsíðu sinni bjorn.is við grein minni í Morgunblaðinu í gær. Tek fram að á vefsíðu hans ber margt gott fyrir augu.

Björn teflir ekki fram neinum rökum til stuðnings þriðja orkupakkanum og sýnist ófær um að taka á málefnalegum athugasemdum ráðunauta ríkisstjórnarinnar. Hann gerir enga tilraun í þá átt.

Björn Bjarnason segir norsku samtökunum Nei til EU hafi tekist að virkja fjölmennan hóp háværra andstæðinga þriðja orkupakkans í von um að meirihluti alþingismanna legðist gegn þriðja orkupakkanum. Þessi orð Björns Bjarnasonar gefa tilefni til að spyrja um heimildir og hver var þessi fjölmenni hópur? Hvernig beitti hann sér gegn þriðja orkupakkanum? Hverjir kynnu að vera nafngreindir í þessum hópi?

Björn segir mig hafa fallið í Alþingiskosningum 2021. Þetta er rangt því ég gaf ekki kost á mér til framboðs. Framboð Miðflokksins 2021 var mér með öllu óviðkomandi en hefði haft skírskotun til þriðja orkupakkans hefði ég einhverju um ráðið. 

Björn Bjarnason lýkur færslunni á vefsíðu sinni með orðunum að fráleitt hefði verið að Ísland beitti neitunarvaldi sínu vegna þessa máls. Þessi fullyrðing er eins og fleiri slíkar sem Björn lætur frá sér fara um þetta mál: Órökstudd. Já, málstaðurinn sýnist ekki betri en þetta. 

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ólafur; og ánægjulegt er, að þú komir þínum þönkum að: hjer á vef !

Björn Bjarnason; virðist vera gjörsneyddur minnsta áhuga á, að greina á milli Evrópusambandsins sjálfs (ESB), sem og fylgihnattar þess, hins svokallaða Evrópska efnahagssvæðis (EES).

Og; ekki minnist jeg þess heldur, að hann hafi nokkurn tímann, sett sig upp á móti gildistöku EES óskapanaðarins, á síðasta áratug 20. aldarinnar.

Muni jeg rjett; bíður tengdasonur Björns Bjarnasonar (Heiðar Már Guðjónsson m.a.) þess í ofvæni, að IIII. Orkupakkinn komizt á laggirnar, hjerlendis.

Óhugnaður forarvilpu Sjálfstæðisflokksins;   liggur því miður eins og mara yfir íslenzku samfjelagi, hvar svo sem borið er niður - nokkuð, sem brýn þörf er á, að losna við sem allra fyrst, áður frekari tjónum muni valda:: algjörlega.

Með beztu kveðjum; af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason

Óvirkur fjelagi; í Hinu íslenzka Bókmenntafjelagi (1816), svo

og Sögufjelaginu (1902)

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.1.2023 kl. 23:53

2 identicon

Atburðir í orkumálum Evrópu eftir að orkupakkinn var samþykktur hér, sýna glögglega hve rétt þið höfðuð fyrir ykkur sem voruð á móti þeirri samþykkt. 

Hætt er við að mörgum búandkarlinum hefði orðið enn þrengra fyrir dyrum ef rafstrengur væri kominn milli Íslands og Evrópu þegar orkukreppan skall á. 

Ekki það að afleiðingar orkupakkans geta áfram orðið slæmar þó enginn sé strengurinn. 

Það að norskir dómarar hvað þá Björn Bjarnason sjái ekki í gegnum spægipylsuaðferðina í fullveldisframsali Norðmanna breytir heldur litlu þarna um. 

Bjarni G. Bjarnason (IP-tala skráð) 26.1.2023 kl. 07:55

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband