Viðbrögð við svari Björns Bjarnasonar vegna þriðja orkupakkans

Björn Bjarnason bregst á vefsíðu sinni bjorn.is við grein minni í Morgunblaðinu í gær. Tek fram að á vefsíðu hans ber margt gott fyrir augu.

Björn teflir ekki fram neinum rökum til stuðnings þriðja orkupakkanum og sýnist ófær um að taka á málefnalegum athugasemdum ráðunauta ríkisstjórnarinnar. Hann gerir enga tilraun í þá átt.

Björn Bjarnason segir norsku samtökunum Nei til EU hafi tekist að virkja fjölmennan hóp háværra andstæðinga þriðja orkupakkans í von um að meirihluti alþingismanna legðist gegn þriðja orkupakkanum. Þessi orð Björns Bjarnasonar gefa tilefni til að spyrja um heimildir og hver var þessi fjölmenni hópur? Hvernig beitti hann sér gegn þriðja orkupakkanum? Hverjir kynnu að vera nafngreindir í þessum hópi?

Björn segir mig hafa fallið í Alþingiskosningum 2021. Þetta er rangt því ég gaf ekki kost á mér til framboðs. Framboð Miðflokksins 2021 var mér með öllu óviðkomandi en hefði haft skírskotun til þriðja orkupakkans hefði ég einhverju um ráðið. 

Björn Bjarnason lýkur færslunni á vefsíðu sinni með orðunum að fráleitt hefði verið að Ísland beitti neitunarvaldi sínu vegna þessa máls. Þessi fullyrðing er eins og fleiri slíkar sem Björn lætur frá sér fara um þetta mál: Órökstudd. Já, málstaðurinn sýnist ekki betri en þetta. 

 


Bloggfærslur 25. janúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband